Nokkur atriði sem ber er að hafa í huga þegar unnið er í GolfBox.
- Virka ekki rástímaskráningar eins og í fyrra? Þá eru reglurnar líklegast útrunnar og þarf að uppfæra dagsetningar í þeim. Sjá leiðbeiningar.
- Golftímabilið er 15. apríl til 15. október ár hvert og er sá tími sem gild skor geta gilt til forgjafarútreiknings. Sjá leiðbeiningar.
- Hér má sjá upplýsingar um sjálfboðaliðakort GSÍ. Vinsamlegast tryggið að kylfingar eða starfsfólk skrái 7-stafa kóða korthafa við rástímaskráningu.
- Að gleyma lykilorði eða aðgangsupplýsingum fyrir meðlimi er sumarboði og hægt að vísa kylfingum í hjálparsíðu hér.
- Kylfingur sér ekki stafrænt kort í appi? Allir kylfingar sem þarf að stofna og eru ekki til í kerfinu fá ekki sjálfkrafa stafrænt kort heldur verður að búa það til. Sjá leiðbeiningar.
- Ef það er keppt í höggleik og punktakeppni þarftu að tryggja að hakað sé við að leikmenn megi spila í fleiri en einum flokki, sjá betur í leiðbeiningum.
- Áður en mót hefst skaltu til öryggis “uppfæra völl” undir VELLIR til að tryggja að teigar og annað hafi ekki breyst frá því að mótið var stofnað. Annars kemur upp "ytri villa".
- Þú getur skráð kylfing í mót með því að setja inn kennitölu eða klúbbanúmer viðkomandi.
- Þú getur skráð marga kylfinga í einu í mót með því að fylla út Excel skjal með viðeigandi upplýsingum. Undir SKRÁNINGAR velur þú “Flytja úr Excel”. Þar getur þú hlaðið niður sniðmáti sem þú verður að fylla út með “Union” sem IS og “Member ID” sem félagsnúmeri kylfinga. Ef þú ert að skrá kylfinga í mót sem eru ekki skráðir í GSÍ, sleppir þú að fylla út fyrstu tvo dálkana en þarft að fylla inn nafn, forgjöf, kyn o.s.frv.
- Ráðlagt er að uppfæra forgjafir allra áður en skorskráning hefst til að tryggja að forgjafir séu réttar ef langt hefur liðið síðan leikmenn skráðu sig.
- Hvert SMS sem sent er úr mótakerfinu kostar golfklúbbinn 45 krónur. Reikningar verða sendir út á golfklúbba ársfjórðungslega.
Gleðilegt GolfBoxsumar!