Það er mjög mikilvægt að nota almenna skynsemi við uppsetningu á mörgum flokkum til að koma í veg fyrir aðstæður þar sem leikmaður gæti spilað á einum velli í einum flokki og á öðrum velli í öðrum flokki á sama tíma. Vinsamlegast hafið það í huga áður en aðferðin er notuð.
Þessar leiðbeiningar munu fjalla um uppsetningu leikmanna í fleiri en einum flokk á sama tíma, til að mynda með eða án forgjafar. Þetta gæti líka átt við í mótum þar sem keppt er í mótinu í heild og aldursflokkum til dæmis, með einu skori.
Það er MJÖG mikilvægt að lesa takmarkanirnar hér fyrir neðan vel áður en uppsetningin hefst. Ef þú hefur skarast á við einhverjar reglur getur verið að það þú getir ekki lokið mótinu eins og til stóð. Við hvetjum líka til að setja upp prufu mót til að sjá til þess að allt gangi eins og til stóð.
Flokkar með mörgum þátttakendum þurfa að vera með sama UPPHAF VALLAR, annars mun ráslisti og skorkort fyrir hvort UPPHAF VALLAR verða til.
TAKMARKANIR:
- NIÐURSKURÐUR - Í þessari útgáfu mun niðurskurður í einum flokki þýða að leikmaðurinn kemst ekki í gegnum niðurskurð í öllum flokkum. Það er ekki hægt að taka þátt í flokkum sem leika ekki sama fjölda hola, t.d. 9 og 18 holur.
- Skráning á netinu verður ekki tilbúin fyrir þessa útgáfu (þar sem leikmaður getur sjálfur valið í hvaða flokk hann skráir sig).
- AÐEINS einstaklings flokkar geta haft marga flokka, ekki liðaflokkar enn sem komið er.
- Ráslistinn mun fylgja aðal flokknum nema annar flokkurinn sé með hring skráðan umfram aðal flokkinn.
- Ef leikmaður fær frávísun mun það eiga við alla flokka.
- Ef leikmaður spilar í höggleik og punktakeppni í mismunandi flokkum mun leikmaðurinn ekki geta tekið upp boltann.
UPPSETNING:
Uppsetningin byrjar undir FLOKKAR þar sem hægt er að velja “Leikmenn geta spilað í fleiri en einum flokki”.
Þegar þetta er klárt þarf að skrá leikmenn í mótið. Til að byrja með mun skráning á netinu setja leikmann sjálfkrafa í aðalflokkinn hans (flokkinn sem hentar honum). Til að velja hina flokkana, þarf mótastjóri að gera það handvirkt.
Þegar þú velur “eftir flýtileið færslu” getur þú strax valið flokkana.
Undir “eftir flýtileið færslu” getur þú valið í hvaða flokkum leikmaðurinn vill spila og hvaða flokkur er “aðal”.
Aðal flokkurinn er sá sem er notaður þegar ráslistinn er búinn til nema það sé bara til ráslisti fyrir hinn flokkinn, þá er sá flokkur notaður í staðinn.
Það er mikilvægt að allir leikmenn séu með “aðal” flokk.
Ef leikmenn eru skráðir þegar margir flokkar eru settir í gildi mun “aðal” flokkurinn þeirra vera sá sem þeir eru nú þegar skráðir í. Leikmenn geta breytt þessu eða bætt við auka flokki.
Til að auðvelda yfirsýn enn meira, er kominn listi sem heitir “listi með mörgum flokkum” undir LISTAR.
Listinn mun sýna yfirlit yfir alla leikmenn í flokkunum. Grænn þýðir að þeir passa í flokkinn. Gulur þýðir að þeir geta kannski verið í flokknum en gæti verið að breyta á borð við aldur passi ekki. Rauður þýðir að eitthvað mikið sé að og leikmaðurinn eigi ekki að vera í flokknum.
Ef leikmenn eru merktir með rauðu er villa sem þarf að breyta þar sem villan mun koma í veg fyrir að ráslistinn verði búinn til.
Á yfirlitsmyndinni er hægt að sjá hversu margir eru í flokknum sem “aðal” og hversu margir í öðrum flokki (sú tala er í sviga)
Þegar allir eru komnir í flokka er hægt að búa til ráslista eins og venjulega. Mundu að eitt UPPHAF VALLAR mun búa til eitt skorkort, fleiri UPPHAF VALLAR munu búa til fleiri skorkort.
Leikmennirnir munu birtast í öllum flokkunum sínum á stöðutöflunni.