Hér fyrir neðan getur þú horft á hjálparmyndband sem sýnir stuttlega uppsetningu á einföldu móti. Athugaðu að myndbandið er ekki tæmandi en ætti að gefa góða hugmynd um hvaða atriðum þarf að huga að fyrir uppsetningu móts. Smelltu efst í hægra horn myndbandsins ef þú vilt opna í stærri glugga.
Í þessu móti er miðað við:
- Að keppt sé í höggleik og punktakeppni, bæði kyn með forgjafarskilyrði +8-54,0
- Að rástímar byrji kl. 13 og séu til 15
- Að kylfingar geti sjálfir valið sér rástíma og skráð sig og aðra í ráshópnum
- Til að nota rafræna skorskráningu leikmanna kíktu á þessar leiðbeiningar
Hér er líka afar ítarlegt myndband með kynningu á mótakerfinu sem GolfBox hélt í Laugardalshöll í byrjun árs 2020. Vinsamlegast horfðu á það en þú getur séð mismunandi áherslur í myndbandinu með því að færa músina yfir því. Leiðbeiningar á uppsetningu móts hefjast á 9:26.