Þegar mótið er búið til þarf að virkja “Kylfingar skrá sig sjálfir á rástíma” í GRUNNATRIÐI.
Undir SKRÁNINGAR og Á NETINU, hakað við "Skrá sjálfan sig og aðra"
Það eru þó enn takmarkanir á þessu, vinsamlegast kynntu þér þær:
- Eftir að hafa skráð hóp getur kylfingur einungis breytt sinni skráningu, ekki allra í hópnum.
- Á ekki við ræsingu af öllum teigum.
Næst þarf að setja upp skilyrðin fyrir ráslista uppsetninguna. Smelltu á RÁSLISTI og veldu “Búa til uppsetningu”.
Upphaf ráslistans miðast við það sem hefur verið stillt í UPPHAF VALLAR. Lok ráslistans (síðasti rástími) miðast við það sem þú velur, í þessu tilfelli notum við 10 mínútur á milli rástíma til kl. 16:00 (Lokatími).
Sjá leiðbeiningar fyrir Shotgun ræsingu hér.
Þegar þú hefur vistað þetta skaltu “búa til ráslistann” undir “aðgerðir”. Núna ertu komin/n með auðan ráslista. Þetta er öðruvísi en þegar þú setur mót upp vanalega þar sem ekki eru auðir rástímar.
Þegar þú hefur vistað er mótið klárt fyrir bókanir á rástíma ef þú ert búin/n að opna fyrir skráningu á netinu. Þetta er gert undir UPPSETNING, SKRÁNING og Á NETINU.
Þegar leikmaður skráir sig þarf hann fyrst að velja rástíma. Hver rástími mun læsa öllum fjórum plássunum þar til leikmaðurinn er búinn að skrá sig (aflæsir plássunum ef leikmaður er lengur en 10 mínútur að ganga frá bókun).
Leikmaðurinn velur “Bæta við” hjá rástímanum sem hann vill velja (og velur remove til að breyta tímanum). Næst þarf að klára skráninguna (continue) þar á meðal greiðslu ef það er skilyrði. Leikmaðurinn hefur 10 mínútur til að klára skráninguna þangað til rástíminn losnar og aðrir geta bókað hann.