Nú er hægt að leyfa kylfingum að skrá sig í rástíma með "rúllandi" eða "shotgun" ræsingu. Shotgun ræsing þýðir að ræst verður út á öllum teigum samtímis.
Það fyrsta sem þú þarft að gera er að leyfa kylfingum að skrá sig sjálfa á rástíma undir "Uppsetning" og "Grunnatriði".
Þegar þú hefur lokið við að setja upp mótið eins og það á að vera þá ferðu í "RÁSLISTI".
Hér þarftu að setja upp ráslista og velja hvort ræsing eigi að vera rúllandi eða shotgun.
Fyrir rúllandi ræsingu þarf að velja upphafstíma (gul ör) og loka tíma (græn ör). Lokatími er síðasti mögulegi rástími til skráningar í. Aðrar stillingar ættu að vera þekktar.
Í móti þar sem ákveðið hefur verið að ræsa út á öllum teigum samtímis (shotgun) lítur það eftirfarandi út. Mikilvægt er að muna eftir að velja réttan fjölda leikmanna í ráshóp áður en haldið er áfram.
Þegar þú hefur lokið að "búa til uppsetningu" þarf að "búa til ráslista"
Smelltu á "Já" ef gluggi kemur upp sem segir "Skráningarfrestur er ekki liðinn. Ertu viss um að þú viljir búa til ráslistann?".
Þegar leikmenn skrá sig í mótið á rástíma þar sem shotgun ræsing hefur verið valin þá sjá þeir teiginn (HOLUNA) sem þeir geta valið sér að hefja leik á.
Sem stjórnandi getur þú séð hvaða rástíma og holur kylfingar hafa bókað sig á. Þú hefur möguleika á að breyta ráslista og færa kylfinga til sé þess óskað. Ef stjórnandi fer í að færa kylfinga til á rástíma áður en skráningarfrestur í mótið er liðinn þá lokast á skráningar í mótið í ca. 15 mín. eða þangað til hann hefur vistað breytingar. Þetta er gert til að tryggja að ekki verði árekstrar á milli kylfinga og stjórnanda meðan verið er að vinna í mótinu.
Athugið! Munið að blokka rástíma fyrir mótið til að koma í veg fyrir að tvískráningar verði á völlinn.