Mótatýpan í mótakerfi GolfBox sem gerir kylfingum kleift að velja sjálfir rástíma í mótum er ekki tilbúin. Þangað til sú mótatýpa verður kominn í kerfið verða stjórnendur að notast við það sem kerfið býður upp á. Hér eru leiðbeiningar um hvernig stjórnendur geta sett inn spurningar um séróskir frá kylfinga um rástíma. Þ.e. kylfingar skrá sig í mót, óska eftir rástíma á einhverju bili eða með einhverjum, stjórnandi raðar út á rástíma og hefur til hliðsjónar þær óskir sem hafa borist og birtir svo rástíma að því loknu.
Undir SKRÁIR SIG getur þú stillt að skráningarfresti ljúki í lok dags ef þú vilt.
Veldu SPURNINGAR og BÆTA VIÐ.
Veldu að gerð spurningarinnar sé “listi”. Skrifaðu spurninguna þar sem þú útskýrir fyrir kylfingum hvað þeir eigi að gera, sjá dæmi hér fyrir neðan. Hakaðu við “Svar er áskilið”. Búðu til spurningar með tíma sem kylfingar geta óskað eftir að fá.
Veldu Á NETINU og hakaðu við “Gera innslátt á netinu virkan” svo kylfingar geti skráð sig.
Kylfingar sjá þessa valmynd þegar þeir skrá sig.
Þú þarft næst að velja RÁSLISTI og “Búa til uppsetningu”. Hakaðu við “Use template” og “Flokka eftir skráningartíma”.
Þú færð upp meldingu að enn sé opið fyrir skráningu en þú skalt velja JÁ.
Veldu SKRÁNINGAR og “Spurningalisti”. Þar sérðu svör kylfinga um óskir um rástíma.
Farðu til baka inn í RÁSLISTI og “Breyta ráslista”. Veldu þar “Bæta við” nýjum rástíma hægra megin á síðunni. Settu þá næst inn undir “Tími”, nýjan rástíma.
Næst dregur þú inn leikmenn af listanum hægra megin inn í rástímann. Mundu að vista.
Ef opnað hefur verið fyrir skorskráningu veldu “Bæta við leikmanni” undir RÁSLISTI.
Þá kemur þessi valmynd upp, sjáðu til þess að nýr rástími sé réttur.