Ný virkni í GolfBox gerir golfklúbbum mögulegt að láta kylfinga staðfesta mætingu rástíma með stafrænu korti í GolfBox appinu. Stafræn kort eru búin til af stjórnanda í GolfBox. Nauðsynlegt er að stjórnandi hafi réttindi til búa til stafrænt kort. Hægt er að virkja réttindi fyrir stjórnendur undir Klúbbur -> Réttindi.
Þegar nýr meðlimur er stofnaður þarf að virkja stafrænt kort.
Þegar nýr meðlimur er stofnaður kemur fram undir "Stafrænt kort" á notandasvæði meðlims að ekkert kort hafi verið búið til. Smelltu á stafrænt kort til að búa til kort á viðkomandi.
Ef meðlimur hefur verið í klúbbnum og ekki með kort þá er það gert á sama stað.
Smelltu á "Annað" og "Búa til stafrænt kort".
Að loka eða eyða á stafrænu korti
Ef stjórnandi vill loka tímabundið á eða eyða alveg út stafrænu korti meðlims þá er það gert í sama flipa og þar sem kortið var búið til (sjá hér að ofan).
- Ef smellt er á "Korti hafnað" þá er því lokað tímabundið þangað til stjórnandi gerir það virkt aftur.
- Ef smellt er á "Eyða korti" þá þarf að búa aftur til kort á meðlim alveg frá byrjun.
Ath. þegar stafrænt kort hefur verið lokað eða eytt þá sér meðlimur ekki lengur stafræna kortið á "forsíðunni sinni" og er bent á að hafa samband við heimaklúbbinn sinn ef spurningar vakna.