Aðgerðin “Tilkynna skor” innifelur í sér alla forgjafarútreikninga almenna sem sértæka fyrir hvert golfsamband fyrir sig og þeim valkostum sem forgjafarkerfið var kemur með.
Tilkynna skor
Tilkynning skors fer fram í gegnum MEÐLIMIR -> TILKYNNA SKOR
Sláið inn aðildarnúmer og sláið á [TAB] eða [ENTER] til [FLÝTILEIT].
Ef þú veist ekki aðildarnúmerið þá getur þú notast við [LEITA AÐ MEÐLIMI].
Þú sérð núverandi forgjöf, hvenær síðasta breyting varð.
Leikdagur kemur upp sem dagurinn í dag en oft eru kylfingar að skrá eldra skor inn svo mikilvægt er að breyta dagsetningu sé það raunin. Þegar þú hefur breytt dagsetningunni helst hún inni þar til þú breytir henn á ný.
Ef þú skráir inn skor sem eru fyrir þá dagsetningu sem síðasta breyting á forgjöf var gerð mun kerfið endurreikna forgjöfina þannig að hún sé rétt þrátt fyrir að þú hafir skráð inn skor í rangri tímaröð.
Hægt er að skrá skor með tvennu hætti - skrá punkta / skrá brúttóskor eða með því að skrá högg á hverja holu fyrir sig. Síðast nefnda aðferðin er áreiðanlegust þ.e. líkurnar eru minnstar á samlagningarvillum kylfinga.
- Veljið völlinn sem lekinn var, ef ekki er um heimavöll að ræða.
- Sláið inn heildarpunkta í dálkinn Punktar (eða brúttóhögg í dálkinn Brúttóskor).
- Ýtið á ENTER eða veljið VISTA. Nú hafið þið vistað skorið.
Ef þú vilt vera viss um að skorið sé rétt skráð inn þá hakar þú við “færa inn skor á hverja holu” og þá opnast skorkortið fyrir völlinn sem valinn var.
Skráið skorið á hverja holu fyrir sig - bendillinn færist sjálfkrafa á milli hola nema þú afturkallir það efst í skorkortsglugganum. Ef skrá á tveggja stafa tölu er 1 haldið niðri og með hraði ýtt á seinni töluna.
Nýja forgjöfin sést núna í “Forgjöf fyrir” dálknum.
Sláið á ENTER eða veljið VISTA til að vista skorið.