Nú er hægt að setja tímamörk hvenær meðlimir geta í síðasta lagi afbókað sig eða breytt rástímanum sínum. Þetta er gert undir "Aðföng" --> Tilföng og sniðmát vallar.
Ath. ef notuð eru tímamörk og kylfingar skyldaðir til að staðfesta mætingu í rástíma þarf golfklúbburinn að kynna vel sínar rástímareglur og viðurlög við broti á þeim.
Eins ætti að koma fram hvernig kylfingur getur í neyðartilviki komið skilaboðum til golfklúbbsins ef hann getur ekki mætt eftir að lokað hefur verið á breytingar.
Ef kylfingur afbókar ekki fyrir tímamörk og það er skylt að staðfesta mætingu fyrir ákveðin tíma fer hann á "Mætti ekki" lista í kerfinu (no show) og hverfur af rástíma.
Í þessu dæmi hér fyrir neðan geta kylfingar samt bókað nýja rástíma alveg þangað til 10 mínútur er í útræsingu en ekki afbókað nema með klukkutíma fyrirvara.
Athugið: Ef kylfingur reynir að afbóka eða breyta rástíma eftir að afskráningu lokar þá fær hann eftirfarandi skilaboð.