Til að stofna nýjan meðlim í golfklúbbinn er farið í MEÐLIMIR - STOFNA NÝJAN MEÐLIM
Veldu einn af fjórum möguleikum til að leita að kylfingi og gefa honum númer í klúbbinn.
Við ráðleggjum að velja Næst(ur) í röðinni sem finnur næsta númer og smella svo á LEITA AÐ >
Þá birtist það númer sem kerfið býr til og þá er smellt á BÆTA VIÐ >
Því næst kemur upp síða LEITA AÐ TVÍTEKNINGU sem athugar hvort viðkomandi kylfingur sem verið er að stofna sé nú þegar til í kerfinu sem fyrrverandi meðlimur eða meðlimur í öðrum klúbbi.
Hér er mikilvægt að slá einungis inn kennitölu viðkomandi án bandstriks og smella á LEITA >
Ef kylfingur finnst í kerfinu eins og sést hér á skjámyndinni fyrir neðan þá viljum við nota allar þær upplýsingar sem eru nú þegar til í kerfinu um viðkomandi s.d. netfang, forgjöf, forgjafaryfirlit, fjölskyldutengsl og svo framvegis. En til þess að við getum fengið þessar upplýsingar þurfum við að smella á nafnið eða á >
Nú mun notandasvæði viðkomandi opnast og við getum vistað hann sem meðlim í klúbbnum eftir að hafa fylgt 6 flipum í að fylla út upplýsingar sé þess þörf.
Athugið að ef kylfingur hefði ekki verið til í kerfinu kemur ekkert nafn upp í leit að tvítekningu. Þá þarf að stofna meðlim alveg frá grunni. Það er gert með því að setja hak í reitinn að stofna hann án tvítekina upplýsinga. Smella svo á LEITA >
Þar sem GolfBox er tengt við þjóðskrá munu helstu upplýsingar um nýjan meðlim birtast á notandasvæði kylfingsins og þarf því klúbburinn ekki að fylla út heimilisfang, aldur, kyn o.s.frv.
Hjá þeim meðlimum sem fundust ekki kerfinu mun upphafsforgjöfin 54 vera sjálfgefin en hægt er að breyta henni hér strax við stofnum meðlims. Sé það gert hér mun það auðvelda stjórnendum að komi það í ljós að viðkomandi hafi verið með lægri forgjöf þá þarf stjórnandi að gera handvirka forgjafarleiðréttingu sem tekur meiri tíma en að setja hér strax þá forgjöf sem forgjafarnefndin hefur ákveðið að gefa nýja meðliminum.
Fylgdu þeim 6 flipum áfram og kerfið lætur þig vita hvaða reitir verða vera *útfylltir.
Mikilvægt er að setja rétt netfang á meðliminn því hann fær sendan tölvupóst sjálfvirkt úr kerfinu með aðgangsupplýsingum þegar búið er að stofna hann.
Eins getur stjórnandi sent á hann tölvupóst með slóð á hvering hann býr sér til nýtt lykilorð með notandanafninu sínu eftir að hafa gert hann að meðlim. Sjá nánar hér.
Smellir á AÐILDARNÚMER Í GOLFSAMBANDINU til að gefa honum notandanafn sem meðlimur getur svo breytt sjálfur þegar hann fær tölvupóst um að hann hafi verið stofnaður. Stutt hjálparmyndband.
Þegar búið er að fara með áfram í gegnum alla 6 flipana NOTANDASVÆÐI - TENGSL - HAFA SAMBAND - FJÁRMÁL - HÓPAR - ANNAÐ þá er smellt á vista og meðlimurinn þá orðinn virkur.
Athugið! Alltaf er hægt að senda meðlimi tölvupóst þegar búið er að stofna hann í GolfBox til að hann geti endursett lykilorðið sitt eða notandanafn.
Hér má sjá tölvupóst sem kylfingur fær sendan.