Samkvæmt lögum ÍSÍ þurfa allir golfklúbbar að skila inn starfsskýrslu fyrir 15. apríl ár hvert. Taka þarf út kennitölulista úr GolfBox til að lesa inn í skilakerfi ÍSÍ.
- Velja "Meðlimir" og þar undir "Hópar"
- Finnur virka hópinn "Allir virkir kylfingar"
- Smellir á "Opna Notandasvæði" þessa hóps
- Smellir neðst á "Flytja út"
- Þá getur þú hakað í þær upplýsingar sem eiga koma með í excel skýrslu.
- Ath. til að sækja kennitölur þarf bara að haka í reitinn "National ID"
Hér má sjá stutt hjálpamyndband sem sýnir hvernig stjórnendur golfklúbba geta sótt kennitölur virkra meðlima.
Starfsskýrsluskil eiga að innihalda upplýsingar um meðlimi á síðasta ári, ásamt lykiltölum úr ársreikningum, stjórnar- og starfsfólk. Einnig þarf að skila ársreikningi og núgildandi lögum í pdf. formi inn í skilakerfið.
Vefslóð á skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ.
Aðstoð við helstu vandamál sem upp hafa komið er hægt að sjá undir hnappnum „Hjálp“ inni í kerfinu.
Nánari upplýsingar gefur Elías Atlason hjá ÍSÍ, Netfang: elias@isi.is