Nokkrir möguleikar eru í boði fyrir stjórnendur golfklúbba að koma skilaboðum til meðlima.
1. Senda meðlimum skilaboð í kerfinu sem birtast þeim þegar þeir skrá sig inn.
KLÚBBUR > Skilaboð
2. Með fjölpósti þ.e. fjölda tölvupóstsendingum.
SKÝRSLUR > Fjölpóstur
Ath. kylfingar hafa ekki möguleika á að afskrá sig af þessum lista sjálfkrafa. Ef senda á út regluleg fréttabréf þá er betra nota Mailchimp eða annan hugbúnað fyrir tölvupóstssendingar þar sem kylfingar geta afskráð sig og auðveldar stjórnendum að sjá mælingu á lestri.
3. Hægt er að taka út excel skýrslu með símanúmerum og netföngum meðlima og nota til að senda skilaboð í gegnum annan hugbúnað.
SKÝRSLUR > Símanúmeralisti ásamt netfangi