Stjórnendur geta ekki séð né flett upp lykilorði meðlims. Eins geta þeir ekki breytt lykilorði meðlims að hans ósk. Kylfingur verður alltaf að sjá um þessa breytingu sjálfur.
Það sem stjórnandi getur gert er að senda meðlimi tölvupóst með hlekk í endursetja lykilorð. Í tölvupóstinum fær kylfngurinn notandanafnið sitt en þarf að búa sér til nýtt lykilorð.
Við mælum með að nota eigið (persónulegt) netfang viðkomandi kylfings vegna þess að vinnutölvupóstur er oft með aðgangstakmörkunum.
1. Smella á "SENDA TÖLVUPÓST UM BREYTINGU Á AÐGANGSORÐI".
Ef meðlimi tekst ekki að slá inn rétt notandanafn og lykilorð í þremur tilraunum þá læsist aðgangur hans að GolfBox í 60 mínútur af öryggisástæðum. Hann getur alltaf aflæst áður en 60 mínútur eru liðnar ef hann fer í gleymt lykilorð eða stjórnandi sendir á hann tölvupóst til að breyta aðgangsupplýsingum.
Þetta ferli gerir en meiri kröfu að tölvupóstur meðlima sé rétt skráður í GolfBox.
Ef meðlimur er ekki með tölvupóst og þarf hjálp við að búa til nýtt lykilorð verður stjórnandinn að slá inn netfang klúbbsins á meðliminn og setja þannig upp nýtt lykilorð fyrir viðkomandi.