Til að hefja ferlið og óska eftir breytingu á heimaklúbbi hjá meðlimi þá er byrjað á því að smella á MEÐLIMIR > BREYTA HEIMAKLÚBBI.
Þeir kylfingar sem eru meðlimir í tveimur eða fleirum golfklúbbum geta óskað eftir því að láta golfklúbba breyta um heimaklúbb fyrir sig. Athugið að það er nýi (heima)klúbburinn sem byrjar ferlið og óskar eftir því að fá að verða heimaklúbbur viðkomandi kylfings.
Undir MEÐLIMIR > BREYTA HEIMAKLÚBBI getur golfklúbburinn séð beiðnir frá öðrum klúbbum um breytingu á heimaklúbbi meðlima og sendar beiðnir til annara golfklúbba um að fá að gerast heimaklúbbur viðkomandi.
Til að byrja ferlið þarf stjórnandi að leita að meðliminum undir MEÐLIMIR og biðja um flutning á heimaklúbbi. Á notandsvæði meðlims kemur hnappurinn "BIÐJA UM FLUTNING Á HEIMAKLÚBBI" en hann kemur hjá öllum þeim sem eru ekki með klúbbinn sem heimaklúbb. Í þessu dæmi sjáum við að viðkomandi er meðlimur í GR en heimaklúbburinn er Öndverðarnes.
Smellið á BIÐJA UM FLUTNING Á HEIMAKLÚBB
Nú verður til beiðni sem send verður á núverandi heimaklúbb að viðkomandi vilji breyta um heimaklúbb. Núverandi heimaklúbbur fær bæði skilaboð og getur séð beiðnina undir Breyta heimaklúbbi. Ráðlagt er að setja stuttan texta í skilaboð til klúbbsins afhverju viðkomandi vill breyta um heimaklúbb eða annað sem þarf að koma fram. Síðan er smellt á "Bæta við" til að senda beiðni.
Gamli heimaklúbburinn fær nú kerfisskilaboð um að meðlimurinn vilji skipta um heimaklúbb. Gamli heimaklúbburinn verður að fara í valmyndina MEÐLIMIR > BREYTA HEIMAKLÚBBI og annað hvort samþykkja eða hafna beiðninni. Algeng ástæða fyrir því að hafna breytingu á heimaklúbbi er að viðkomandi kylfingur skuldar félagsgjöld. Ef golfklúbbur hafnar beiðni þarf hann að skrifa í skilaboð hver sé ástæðan fyrir því.
Nýi heimaklúbburinn sem sendi beiðnina fær kerfisskilaboð þegar gamli heimaklúbburinn hefur afgreitt beiðnina. Ef beiðni er hafnað getur klúbburinn farið inn og annað hvort sent beiðnina aftur eða eytt henni. Við staðfestingu verður nýi heimaklúbburinn að opna skilaboðin og smella á LOKA OG FÆRA HEIMAKLÚBB til að flytja heimaklúbbinn. Athugið að ef þetta er ekki gert þá breytist ekki heimaklúbbur viðkomandi.