Sífellt fleiri golfklúbbar eru að taka upp samstarf við aðra golfklúbba þar sem meðlimir geta leikið aðra golfvelli með afslætti af vallargjaldi. Golfklúbbar kalla þetta vinavallarsamninga og geta meðlimir golfklúbba kynnt sér afslætti á vefsíðu síns golfklúbbs. Golfklúbbar í samstarfi geta gert kylfingum sem greiða þurfa fyrir rástímann við bókun þá aðgerð auðveldari. Það er gert með því að setja upp sér reglu fyrir þá meðlimi.
Í eftirfarandi dæmi hefur golfklúbbur Ásatúns gert vinavallarsamning við golfklúbbinn Dalbúa þar sem meðlimir Ásatúns greiða 2.000 kr. fyrir 9 holu hring sem kostar að öllu jöfnu 3.500 kr.
Fyrsta skrefið er að stjórnandi golfklúbbs Ásatúns þarf að deila sínum meðlimum með Dalbúa. Það þýðir í raun að Dalbúi sér hóp Ásatúns hjá sér og getur búið til reglu fyrir hann í rástímaskráningu.
Athugið engar persónulegar upplýsingar meðlima eru sýnilegar eða sendar á milli heldur bara sá möguleiki að nota hópinn hvað varðar þessar reglur.
Deila hópi:
Smellt á MEÐLIMIR - HÓPAR og velur þar virka hópinn: "Allir virkir meðlimir".
Velur golfklúbbinn sem hann vill deila sínum meðlimum með, heldur inni ctrl á meðan hann velur golfklúbbinn. Hægt er að velja fleiri en einn golfklúbb.
Smellir svo á UPPFÆRA neðst á síðunni.
Nú getur golfklúbburinn Dalbúi búið sér til reglu í rástímaskráningum og sér þar hópinn sem golfklúbbur Ásatúns deildi með honum.
Smellir á AÐFÖNG og svo á greinarmerkið § þar sem settar eru reglur fyrir skráningu.
Golfklúbburinn setur upp reglu sem leyfir aðeins meðlimum í golfklúbbi Ásatúns að bóka sig á rástíma og greiða 2.000 kr. við skráningu.