Hægt er að setja upp vörur sem þú getur látið stjórnanda eða kylfinga bæta við þegar bókaðir eru rástímar. Til að setja upp vörur s.d. golfbíl, leiga á skápum o.s.frv. þarf að fara í vörulista og setja upp þær vörur sem í boði eru.
Undir KLÚBBUR > FJÁRMÁL > VÖRULISTI, smelltu á neðst "Bæta við nýju"
Hakaðu í "Auka þjónustu" þá koma upp fleiri valkostir sem fylla þarf út.
Ef þú hakar við "Leyfa endurnotkun" geturðu stillt hversu lengi það tekur áður en hægt er að nota vöruna aftur
Sláðu inn hversu marga golfbíla þú hefur til leigu.
Sláðu inn verð fyrir meðlim og þá sem eru ekki meðlimir í golfklúbbnum
Færðu völlinn í tilföngum yfir til hægri í valin tilföng þar sem þessi auka þjónusta á að vera í boði.
1 - Bæta við nýrri "Vöru" í vörulista
2 - Varan sýnileg í vörulista
3 - Uppsetning í sniðmáti fyrir rástímaskráningar undir TILFÖNG
Smelltu á sniðmátið fyrir völlinn.
Undir AUKA ÞJÓNUSTA þarf að haka í "Hefur framlengda bókun". Síðan þarf að smella á "UPPFÆRA" neðst til að vista þessar stillingar.
Nú þegar kylfingar bóka rástíma þá fá þeir upp möguleika að bæta við vöru eða þjónustu.