Fyrir þá golfklúbba sem óskað hafa eftir greiðslusíðu Teya við skráningar í rástíma og mót þá höfum við sett upp sniðmát samningsins hér - Klúbbur > Fjármál > Netgreiðsla
Einhverjir golfklúbbar sem létu skilmála ekki fylgja með í umsókn þurfa að sjálfir að fara inn í sniðmátið og setja inn skilmála og uppfæra.
Eftir það geta stjórnendur farið í Aðföng og stillingar á rástímaskráningu og virkjað netgreiðslur.
1. Veljið uppsett sniðmát úr fellivalslista
2. Við ráðleggjum golfklúbbum að prófa netgreiðsluna sjálfir í rástímum áður en þeir haka í "Fyrirframgreiðslu krafist" til að sjá hvort greiðslan hafi farið í gegn. S.d. prófið að skrá ykkur á rástíma sem gestur og borga með korti. Ef það ferli er í lagi og greiðsla berst þá er óhætt að haka í fyrirframgreiðslu krafist. Sem þýðir það að enginn gestur getur skráð sig á rástíma nema greiða fyrifram með korti.
Ef upp kemur villa í prófun þá verður klúbburinn að haka úr reitnum að hægt sé að greiða á netinu og senda Payment ID, Merchant ID og Secret key úr samningi við Teya á hjalp@golf.is
Virkja netgreiðslur í mótum
Eftirfarandi eru golfklúbbar sem nota greiðslusíðu.
Golfklúbburinn Keilir
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
Golfklúbbur Reykjavíkur
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Golfklúbburinn Leynir
Golfklúbbur Borgarness
Golfklúbbur Akureyrar
Golfklúbbur Hellu
Golfklúbbur Öndverðarness
Golfklúbbur Selfoss
Golfklúbbur Þorlákshafnar
Golfklúbburinn Oddur
Golfklúbbur Skagafjarðar
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
Nesklúbburinn
Golfsamband Íslands
Landsamband Eldri Kylfinga