Svo hægt sé að skrá skor á golfvöllinn þarf að byrja á því að setja upp golfvöllinn í GolfBox.
Þegar völlurinn er settur upp þarf að merkja hvaða teigar eiga vera sjálfgefnir fyrir kylfinga með forgjöf á einhverju forgjafarbili sem klúbburinn skilgreinir. Þetta getur komið í veg fyrir að kylfingar skrái óvart inn forgjafarhring á vitlausum teigum. Eins og við vitum þá leika flestir karlar á ákveðnum teigum (gulum) og konur á rauðum. Mikilvægt er að klúbburinn skilgreini forgjafarbilið fyrir teiga áður en hann leyfir forgjafarskráningu. Þá fá kylfingar sjálfvalinn réttan teig út frá sinni forgjöf.
Sjá skýringarmynd hér að neðan þar sem karl kylfingur með forgjöf á bilinu 4,5-54 fær upp gulan teig sem sjálfgefin þegar hann skráir inn forgjafarhring. En ef kylfingur leikur á öðrum teigum þá getur hann líka valið þá af fellivalslista þegar hann skráir inn skorið.
Athugið sé þetta ekki skilgreint fá kylfingar upp rangan teig og jafnvel ekki rétt kyn sem getur svo valdið villum þegar kylfingar reyna skrá in skor.
Hér er stutt hjálparmyndband sem sýnir það helsta í uppsetningu.