Hægt er að skoða tölfræði úr rástímaskráningum fyrir hvern völl fyrir sig undir
AÐFÖNG og TÖLFRÆÐI.
Þegar þú hefur valið völl þá færðu möguleika á því að velja "Allt" eða þrengja leitina með "Meðlimir/Hópar" þar sem þú getur séð tölfræði ákveðina hópa ef þú hefur sett þá upp.
Veldu "Allt" og notaðu TÍMAR, DAGUR, VIKA, MÁNUÐUR eða ÁR til að skilgreina það tímabil sem þú vilt skoða. Veldu dagsetningar og smelltu á LEITA.
Það sem birtist er tölfræði samantekt yfir helstu tölulegar upplýsingar á því tímabili sem þú valdir.
Ef þú vilt vinna nánar með tölfræðina þá er hægt að hlaða niður EXCEL skjali með skráningum.
Smelltu á MYNDA EXCEL til að sækja skjalið.
Athugið: Leyfa þarf pop-up, þ.e. möglulega þarf að afvirkja pop-up blocker í vafra til að gluggi opnist svo hægt sé hlaða niður skjalinu.
Þegar þú hefur opnað Excel skjalið þá eru nokkrir flipar þar sem gögnin eru til nánari úrvinnslu.
Stutt hjálparmyndband sem sýnir ofangreint.