Leiðbeiningar til að skrá inn forgjafarhring á velli sem ekki er til í GolfBox
Ath. ekki hægt að skrá erlendan hring í appi
Forgjafarkerfið leyfir þér að nota hringi til forgjafar sem þú leikur erlendis. Þú þarft bara að gæta þess að hafa eftirfarandi upplýsingar til skráningar.
- Dagsetning, land, nafn vallar og teigs sem leikið er á.
- Par vallar, vallarmat (CR = Course Rating) og vægi (Slope Rating)
- Par á holum og niðurröðun forgjafarhögga (HCP Index)
- Brúttó skor fyrir hverja holu
- Ritara sem getur staðfest skorið í GolfBox.
Hér má sjá skorkort af erlendum velli þar sem fram koma ýmsar upplýsingar.
Gerð er krafa um þessar upplýsingar svo hægt sé að nota hringinn til forgjafar. Athugaðu að þegar þú skráir inn skor á íslenskum völlum þá eru þessar upplýsingar til í kerfinu.
Veldu skrá skor.
Veldu undir vallarupplýsingar „Skrá erlendan hring!“.
- Veldu dagsetningu
- Veldu ritara
- Hakaðu í "Skrá erlendan hring" og fylltu út völl, teig og vallarmat og vægi.
- Skráðu par á holum
- Skráðu niðurröðun forgjafarhögga (HCP Index)
- Brúttóhögg
Þegar allar upplýsingar hér að ofan hafa verið færðar inn geturðu ýtt á Vista.
Skorkortið verður þá sent til ritara til samþykktar.