Í GolfBox appi:
Á forsíðu undir "Rástímarnir mínir" smelltu á "Bóka tíma".
Rástímarnir mínir hér sérðu alla rástíma sem þú átt bókaða og getur nýtt þér þá sem flýtileið til að staðfesta mætingu eða breyta bókun sé það leyft í skráningarreglum golfklúbbsins.
Á vefsíðu GolfBox
Skráðu þig inn á "Forsíðan mín" undir "Rástímarnir mínir" smellir þú á "bóka tíma"
Einnig er hægt að smella á "Rástímabókun".
Veldu þér rástíma!
1. Veldu golfklúbb - heimaklúbburinn þinn kemur upp sjálfgefinn.
2. Veldu golfvöll ef golfklúbburinn er með fleiri en einn völl.
3. Veldu dagsetningu.
4. Þú getur haldið bendlinum yfir rástímann og séð helstu upplýsingar og smellt á hann til að skrá þig.
5. Kynntu þér vel skráningarreglur og reglur um staðfestingu á mætingu.
Skráðu þig, leitaðu að meðspilara og sendu þeim skilaboð
1. Nafnið þitt kemur alltaf sjálfgefið á rástíma sem þú velur.
2. Þú getur skráð á rástíma með þér golfvini með því að haka í reitinn "Golfv..." þá birtast þeir í fellivalslista. Eins getur þú leitað eftir meðlimanúmeri eða nafni.
3. Þú getur valið um að senda þeim sem þú skráðir í rástíma skilaboð.
4. Þú getur valið að deila með vinum að þú sért skráður á rástíma vilji þeir skrá sig með þér.
5. Til að skrá á rástíma þarf alltaf að smella á samþykkja.
Ath. Ef þú þarft að fjarlægja meðlim af rástíma eða afskrá þig þá getur þú smellt á rusltunnuna aftan við nafnið. Ef allt er eins og það á að vera þá smellir þú á "Samþykkja".