Ef kylfingur er meðlimur í fleiri en einum klúbbi þá mun hann alltaf vera með einn skráðan heimaklúbb sem hefur yfirumsjón með forgjöf hans. Kylfingur getur séð hvaða klúbbur er skráður heimaklúbbur undir "Breyta prófílnum"
Hér fyrir neðan er kylfingur meðlimur í þremur golfklúbbum. Sem þýðir að ef hann ætlar að skrá sig í innanfélagsmót viðkomandi klúbbs eða skrá sig í rástíma sem meðlimur en ekki gestur þá verður hann að fara í "Breyta klúbbi >" efst á forsíðu sinni og velja svo fyrir neðan þann klúbb sem hann ætlar að nota til skráningar í mót eða rástíma. Hér í þessu tilfelli velur hann heimaklúbbinn sinn Golfklúbbinn Geysi.
Þá kemur kylfingurinn upp sem meðlimur í Geysi sjá efst á forsiðu. Ef hann hefði ekki breytt um klúbb þá hefði hann komið upp sem meðlimur úr Golfklúbbi Þorlákshafnar og myndi þá ekki njóta þeirra réttinda sem meðlimur í Geysi hefur í rástímaskráningu.
Í GolfBox appinu er hægt að breyta klúbbi