Ef þú hefur gleymt lykilorði og/eða notandanafni eru nokkrar leiðir til að fá aðstoð.
Aðgerðin „Gleymt lykilorð“ - http://golfbox.golf/#/ForgotPassword
Sláðu inn netfangið þitt og notandanafn og smelltu á hnappinn [Senda lykilorð]
Þú færð sendan tölvupóst með notandanafni þínu sem og tengil á síðu þar sem þú getur slegið inn nýtt lykilorð. En athugið í þessum tölvupósti er að finna notandanafnið þitt líka sem er jafn nauðsynlegt og lykilorð þegar notuð er innskráning á GolfBox.
Ef kylfingur breytir bara lykilorðinu þá þarf hann að sjálfsögðu að nota það næst þegar hann skráir sig inn ásamt notandanafninu sem hann fékk sent í tölvupósti.
Ef kylfingurinn vill breyta notandanafninu sínu sem hann fékk í tölvupóstinum (IS-X-XXXX) þá smellir hann á FORSÍÐAN MÍN og Stillingar
Smellir síðan á Aðalgögn > og neðarlega á síðunni undir "Innskráning" setur þar nýtt notandanafn og lykilorð og smellir á Uppfæra
Óþarfi er að vera með flókin notandanöfn eða lykilorð. Haldið þessu einföldu og notandanafn og lykilorð mega vera eins. Sem dæmi. jonsig / jonsig
Ég fékk engan tölvupóst sendan til þess að endurstilla lykilorðið mitt? Ef það tókst að endursetja lykilorðið en þú finnur ekki tölvupóstinn í innhólfinu, athugaðu hvort þú ert skráð/skráður inn á sama netfangi og því netfangi sem þú baðst um nýtt lykilorð fyrir. Þú getur líka athugað í ruslpóstinn/spam hólfið.
Við mælum með að nota eigið (persónulegt) netfang vegna þess að vinnutölvupóstur er oft með aðgangstakmörkunum.
Ef ofangreint hjálpar ekki þá er mögulegt að klúbburinn þinn sé ekki með rétta netfangið þitt vistað í meðlimaskrá. Þú verður að hafa samband við klúbbinn þinn sem getur breytt netfanginu og sent þér tölvupóst með hlekk í að endursetja lykilorðið.