Hvernig virkar hún?
Þegar þessi möguleiki er virkjaður fá allir keppendur 7-stafa kóða þegar ráslistinn er búinn til. Ef mótið er án rástíma þá fá keppendur kóðann við skráningu.
Þegar kóðinn er notaður þá fá keppendur upp síðu þar sem þeir geta valið fyrir hverja þeir eru ritari. Þegar allir keppendur í ráshópnum eru komnir með ritara þá geta þeir byrjað skrá skor.
Keppandi getur skráð sitt skor og þess keppanda sem hann er ritari fyrir. Ef það er ósamræmi í skráningu á skori milli ritara og keppanda þá mun kerfið gera athugasemd þar sem hægt verður að leysa úr ágreiningi.
Þegar búið er að skrá öll skor, leysa úr mögulegum ágreiningi getur keppandi og ritari undirritað skorkortið rafrænt. Þá getur mótastjóri klárað umferðina og séð gögn og stöðu á undirritunum hjá öllum ráshópum.
Athugið! Til að þetta virki rétt er tnauðsynlegt að allir kylfingar skrái sitt skor með sínu símtæki eins og um venjulegt skorkort væri að ræða.
Til að fá upp skráningarsíðu:
Ef þú fékkst ekki tölvupóst og/eða SMS með 7-stafa skráningar kóða:
- Kóðinn mun birtast á skorkortinu þínu líka eða þú getur haft samband við mótastjóra.
- Opnaðu vafra í símanum þínum og opnaðu s.golfbox.dk
- Sláðu inn 7-stafa kóðann.
Ef þú fékkst tölvupóst og/eða SMS með skráningar kóða:
Fyrir kylfinga sem komast í tölvupóstinn í símanum:
- Smelltu á hlekkinn fyrir skráningar kóða í tölvupóstinum eða í SMS - þá ætti allt að vera tilbúið.
Fyrir kylfinga sem komast ekki í tölvupóstinn sinn í símanum:
- Skrifaðu niður á blað 7-stafa kóða.
- Opnaðu vafra í síma og opnaðu vefsíðuna: https://s.golfbox.dk
ATHUGIÐ: Nota verður HTTPS. HTTP mun ekki virka. - Sláðu inn 7-stafa kóða.
Tölvupóstur og/eða SMS til keppenda inniheldur eftirfarandi upplýsingar:
Nettenging er skilyrði:
Til að skorskráning virki sem skildi þarf keppandi að vera nettengdur í gegnum símann sinn. Eftir að skráningarsíðan er opnuð gerist ekkert ef netsamband dettur út. Skor eru vistuð og munu sendast um leið og netsamband kemst á aftur í símanum. Ath. skor eru bara send inn ef það er netsamband.
Hvernig á að skrá skor?
Þú færð upp skráningarsíðu eftir að hafa fylgt framangreindri lýsingu.
Hún lítur svona út:
Hérna verður keppandi að tryggja að allar upplýsingar séu réttar og smella svo á "Ritari". Þar getur hann svo valið fyrir hvern hann á að vera ritari og skoðað hverjir rita fyrir hvern í ráshópnum. Þegar allir erum komnir með ritara í ráshóp verður hnappurinn "Skrá skor" virkur.
Þegar þú smellir á SKRÁ SKOR opnast skráningarsíða þar sem hægt að skrá skor á hverja holu. Skráningarsíðan opnast á upphafsholu ráshóps miðað við birtan ráslista. Ef ræst er út á öllum teigum og búið er að setja rásthópinn á holu 3 þá opnast skráningarsíðan á þeirri holu, hola 1 og 2 koma því síðast.
Útskýringar á mismunandi hnöppum í skorskráningu:
- Aftur á forsíðu.
- Skorskráningarsíðan.
- Staðan í mótinu.
- Valmynd
- Heildarskor keppenda, punktar eða skor m.t.t par holu.
- Skráð skor á holu og punktar á holu. Smelltu á skor til að breyta.
- Ef hnappurinn sýnir SKRÁ, þá er ekki búið að skrá inn skor á holuna. Smelltu til að skrá skor fyrir keppanda og ritara.
- Notaðu < og > örvar, til að fara fram og aftur á næstu holur. Þú getur líka "strokið" yfir skjáinn með fingri til að fá upp næstu holur.
Þegar þú smellir á holu til að skrá skor þá koma upp þessir valmögleikar.
Útskýringar á mismunandi hnöppum í skorskráningu:
- Aftur í skorkortið
- Appelsínuguli liturinn sýnir að kerfið er tilbúið að taka við skori fyrir valin keppanda. Smelltu á einn af bláu hnöppunum til hægri til að skrá skor.
- Upplýsingar um holuna, númer, Par (+ þegin forgjafarhögg á holuna), Index númer eða niðurröðun á forgjafarhöggum.
- Brúttó skor frá 1 til 9 sem sýnir hvað er fugl, par eða skolli o.s.frv.
- Í punktakeppni er hægt að nota "taka upp" hnappinn. (Ath. kemur ekki upp er leikinn er höggleikur)
- Þessi hnappur er notaður til leiðrétta skorið upp. Nota verður þennan hnapp er skorið er 10 eða hærra. Ef skorið er 12 þá verður keppandi að velja 9 og smella svo þrisvar á þennan hnapp.
- Eyða skori þess keppanda sem er valinn hverju sinni.
MUNDU... Það er alltaf brúttó skor á hverja holu sem á að skrá - EKKI skrá punkta því þeir reiknast sjálfkrafa.
ATHUGIÐ... Þegar þegar keppendur byrja að skrá skor geta þeir snúið skjánum í (landscape) og séð þannig meira af upplýsingum.
Mismunur á skráðu skori keppanda og ritara:
Ef keppandi og ritari hafa slegið inn mismunandi skor á sömu holu mun kerfið gera athugasemd vegna þessa sýnilegt báðum aðilum. Þegar smellt er á skorið sem þarf að leiðrétta sérðu hvað keppandi og ritari hafa skráð. Keppandi þarf annað hvort að breyta skorinu í það sem ritari hefur skráð ef það er rétt eða leysa úr ágreiningi með ritara. Um leið og báðir hafa slegið inn sama rétta skorið þá hverfur þessi athugasemd í kerfinu.
ATHUGIÐ! Til að hægt sé að undirrita skorkortið eftir hringinn má ekki vera neitt misræmi í skorskráningu hjá ritara og keppanda.
Breyta um ritara eftir keppni er hafin:
Það getur komið fyrir að keppendur þurfi að hætta keppni í miðjum hring einhverja hluta vegna. Hægt er að breyta um ritara með því að smella á Ritari í VALMYND.
Ef þetta kemur fyrir þarf nýr ritari að velja þann keppanda sem missti ritara sinn.
Athugið! Keppandi getur verið ritari fyrir fleiri en einn keppanda.
Að leik loknum og klára skráningu:
Skor eru send til birtingar á úrslitum og stöðu í mótinu um leið og þau eru skráð að því gefnu að síminn sé í netsambandi. Annars verða þau send um leið og netsamband kemst aftur á. Það þýðir líka að enginn SENDA hnappur er þar sem skorin birtast um leið og þau eru skráð.
Þegar öll skor eru skáð, enginn ágreiningur í skorskráningu milli ritara og keppanda geta þeir undirritað skorkortin rafrænt. Mótsstjóri getur þá séð um leið stöðuna og gögnin sem undirrituð voru.