Gamla appið sem flestir kylfingar hér á landi kynntust þegar kerfið var innleitt árið 2020 hefur nú verið uppfært í nútímalegra viðmót og með meiri virkni en áður. Með þessari uppfærslu fá kylfingar sama notendaviðmót og ef þeir væru að nota kerfið í gegnum vefsíðu.
Við hvetjum kylfinga til að hafa GolfBox appið í símanum alltaf uppfært og fylgjast með ef þeir fá tilkynningu um að uppfæra í nýjustu útgáfu.
Stafrænt kort til staðfestingar á mætingu í rástíma
Í appinu er ný virkni sem gefur golfklúbbum möguleika á að láta kylfinga staðfesta mætingu í rástíma með "Stafrænu korti". Golfklúbburinn getur verið með skjá í afgreiðslu sem sýnir QR kóða sem kylfingur þarf að skanna til að staðfesta mætingu sína. Kortið sýnir einnig núverandi forgjöf kylfings og dagsetningu síðasta skráða hring til forgjafarútreiknings.
Sjá hér leiðbeiningar hvernig þú staðfestir mætingu í rástíma með stafrænu korti.