Hefur þú skráð þig á rástíma en sérð ekki fram á að nýta hann?
Afskráðu þig úr rástíma með að lágmarki 60 mín. fyrirvara svo aðrir geti nýtt sér rástímann.
Þú getur afskráð þig með einföldum hætti í Golfbox appinu undir „Rástímarnir mínir“ eða á vef GolfBox.
Í GolfBox appinu:
1. Á forsíðu undir "Rástímarnir mínir".
2. Smelltu á rástímann sem þú ætlar afskrá þig af.
3. Smelltu á ruslatunnu til að "afskrá þig" úr rástíma .
4. Það koma skilaboð hvort þú sért viss um að vilja eyða þér af rástíma og missa rétt á að stjórna rástímanum. Smelltu á "OK" ef þú samþykkir það.
Athugið ef þú smellir á ... þrjá punkta og smellir þar á ruslatunnu þá eyðir þú öllum þeim kylfingum í einu sem þú skráðir á rástíma.
Á vef GolfBox:
1. Undir "Rástímarnir mínir"
2. Veldu rástíma og smelltu á rauða Ruslatunnu fyrir aftan það nafn sem þú ætlar að afskrá af rástíma.
- Þú færð í "Skilboðum" staðfestingu og í tölvupósti ef þú leyfir GolfBox að senda þér tölvupóst.
Athugið ef þú smellir á ... þrjá punkta og smellir þar á ruslatunnu þá eyðir þú öllum þeim kylfingum í einu sem þú skráðir á rástíma.