- Opnaðu GolfBox appið í símanum.
- Veldu "Stafrænt kort" neðst á skjánum eða undir "Forsíðan mín".
- Í afgreiðslu golfklúbbsins er skjár með QR kóða sem þú skannar.
- Á skjánum birtast þá skilaboð um að þú hafir staðfest mætingu í rástímann.
Ath. Ef þú átt eftir að greiða fyrir rástímann þá koma upp skilaboð um að þú verðir að greiða fyrst í afgreiðslu áður en þú staðfestir.
Til upplýsinga:
Hver golfklúbbur fyrir sig ákveður hvenær í fyrsta og síðasta lagi þú mátt staðfesta mætingu. Gott er að kynna sér vel skráningarreglur þar sem þú átt skráðan rástíma.
Tökum dæmi: Golfklúbbur Furðuvíkur leyfir kylfingum að staðfesta rástíma 1 klukkutíma fyrir skráðan rástíma og í síðasta lagi 10 mínútur fyrir. Þá þýðir það að þeir kylfingar sem reyna staðfesta fyrir þann tíma fá ekki upp möguleikann á staðfestingu. Kylfingur sem reynir að staðfesta þegar innan við 10 mínútur eru í hann hverfur af rástíma og annar kylfingur getur skráð sig í rástímann. Þá þarf viðkomandi að hafa strax samband við starfsmann í afgreiðslu og tilkynna sig áður en einhver annar skráir sig á þeim 9 mínútum sem standa til boða.
Þeir sem ekki eru ekki með appið í símanum verða staðfesta mætingu hjá starfsfólki í afgreiðslu.
Vandamál:
Ef appið hegðar sér á einhvern hátt óeðlilega, eða upp koma villur við staðfestingu hafðu þá samband við starfsfólk í afgreiðslu sem mun hjálpa þér. Vinsamlegast tryggðu að síminn þinn sé uppfærður með nýjustu útgáfu af GolfBox appinu.