Hægt er að búa til frávik á teiga og gera enn ítarlegri skilgreiningar.
Til að mynda gæti þetta verið að leikmenn yfir 60 ára spila alltaf af fremstu teigum eða að leikmenn með 5 eða lægra í forgjöf spila alltaf af öftustu teigum (ef hefðbundnir teigar eru almennt í notkun).
Hægt er að breyta þessu undir HRINGIR OG SNIÐ og haka við “nota teiga fyrir lengra komna”. Næst skalt þú velja STILLINGAR.
Þegar þú setur inn frávik á teiga munu allir leikmenn sem uppfylla skilyrðin færast sjálfkrafa á nýja teiga. Aðrir munu leika af “venjulegum” teigum.
Hér má sjá dæmi að hefðbundnir teigar eru rauðir og gulir en frávikið er að kvenkyns leikmenn með 6,5 í forgjöf eða lægra spili af bláum teigum og karlkyns leikmenn með 4,5 eða lægra í forgjöf spili af hvítum teigum.
Þessar stillingar er líka hægt að nota í Pro/Am mótum þar sem atvinnumennirnir spila af hvítum teigum en áhugamenn af gulum eða rauðum teigum.
ATHUGIÐ að ef leikmaður uppfyllir ekki skilyrði fráviksins, verður hann áfram á hefðbundnum teigum og ekkert breytist. Eins er hægt að breyta teig hjá hverjum og einum leikmanni inni í RÁSLISTI og smella á nafn leikmannsins til að breyta teignum.