Hægt er að opna fyrir skorskráningu leikmanna í höggleiksmótum sem eru komin með ráslista.
Þetta þýðir að leikmenn geta notað snjallsíma til að skrá inn skor á meðan keppni stendur. Þetta gerir venjulegum mótum kleift að hafa skorskráningu á netinu í beinni líkt og á mörgum mótaröðum þar sem hægt er að sjá skor strax, en auðveldar einnig vinnu mótshaldara þar sem leikmenn verða búnir að skrá sitt skor inn. Þá þurfa mótshaldarar að bera saman skor við útgefin skorkort sem afhent voru fyrir leik (sem verða enn formleg skorkort) og mun auðvelda skorskráningu fyrir flesta mótshaldara.
Golfbox hefur gert skorskráningu á netinu mjög notendavæna, en leikmenn geta fengið tilkynningar í SMS eða tölvupósti þegar ráslisti hefur verið birtur.
Í hvaða mótum er hægt að nota skorskráningu á netinu?
Eins og staðan er er bara hægt að nota skorskráningu á netinu í höggleiksmótum, sem eru 98% af öllum mótum í GolfBox.
Hvernig virkar þetta?
Þegar hefur verið opnað fyrir skorskráningu leikmanna fá allir sérstakan 7 stafa kóða um leið og ráslisti hefur verið búinn til. Ef leikmaður slær inn s.golfbox.dk í snjallsíma og slær inn sinn kóða, opnast sjálfkrafa valmynd þar sem viðkomandi getur skráð skorið sitt. Ef fleiri leikmenn eru með sama skor (líkt og í fjórmenning eða þess háttar) geta þeir líka skráð skorið inn hjá sér.
Mótshaldari getur einnig sent einstakann skorskráningarkóða leikmanna í SMS eða tölvupósti. Hægt er að bæta við í SMS með hefðbundnum upplýsingum um meðspilarar og rástíma, skorskráningarkóðanum og hlekk á skorskráningarsíðuna. Leikmenn geta þá smellt á hlekkinn í tölvupóstinum til að komast inn á sérstaka skorskráningarsíðu fyrir sig.
Fyrir leikmenn sem hafa aðgang að tölvupósti í snjallsímanum sínum:
- Smellt er á hlekkinn í tölvupóstinum með rástímanum og byrjað að slá inn skor.
Fyrir leikmenn sem hafa EKKI aðgang að tölvupósti í snjallsímanum sínum:
- 7 stafa kóðinn skrifaður á blað.
- Netið opnað og farið inn á s.golfbox.dk, kóðinn sleginn inn og byrjað að skrá inn skor.
Skráningin opnast sjálfkrafa á þá holu sem leikmaðurinn á að hefja leik samkvæmt ráslistanum, svo ef um ræsingu á öllum teigum er að ræða og leikmaður á að hefja leik á holu 3, byrjar skorskráningin hans þar og endar á holu 1 og 2.
Nettenging er nauðsynleg
Til þess að komast inn á skorskráningarsíðuna er nauðsynlegt að leikmenn séu tengdir netinu í snjallsíma. Þegar skorskráningin er opnuð, gerist ekkert ef nettenging dettur út. Skor sem hafa verið skráð vistast og sendast um leið og nettenging næst á ný. Aðeins er hægt að senda skor þegar viðkomandi er með nettengingu.
UPPSETNING
Þar sem fæst mót munu nota skorskráningu á netinu er sjálfkrafa slökkt á valmöguleikanum þegar mót er stofnað. Því þarf að kveikja sérstaklega á honum í þeim mótum sem hann verður notaður.
Hægt er að kveikja á honum undir UPPSETNING - GRUNNATRIÐI og haka við “Virkja rafræna skorskráningu kylfinga”.
Þá þarf að klára uppsetningu á mótinu eins og vanalega og þegar ráslistinn er birtur verður hægt að senda skorskráningarkóðana til leikmanna í tölvupósti eða SMS.
Einnig er hægt að láta skorkóða á ráslistann sem er prentaður út og hengdur upp í klúbbhúsinu. Leikmenn geta þá fundið skorkóðann sinn beint á ráslistanum. Sama hvort skorkóðar eru sendir út þegar ráslistinn er birtur eða ekki, er hægt að senda þá út hvenær sem er. Um leið og opnað er yfir skorskráningu leikmanna á netinu, er hægt að senda skorkóðana undir aðgerðir.
Ef þú hefur valið í Grunnatriðum "Ritari þarf að staðfesta skor".
Þá getur þú fylgst með undirritunum hér.
Læsa skorkortum
Þegar leikmenn ljúka leik og prentuðu skorkortin þeirra hafa verið samþykkt af mótshaldara mælum við fastlega með því að haka í “LOCKED FOR EXTERNAL SCORES”. Ef skorkortið er ekki læst, geta leikmenn leiðrétt skorið sitt í gegnum skorskráningu leikmanna á netinu. Með því að læsa skorkortinu er komið í veg fyrir að leikmenn geti breytt skorinu sínu að leik loknum.
Þegar skorkorti hefur verið læst fyrir utan að komandi, munu leikmenn sjá þessar upplýsingar þegar þeir fara inn á skorskráningarsíðuna.
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ
- Skorskráning leikmanna á netinu kemur ekki í stað prentaðs skorkorts nema valið hafi verið "Ritari þarf að staðfesta skor" í grunnatriðum . Þá gildir það sem rafrænt skorkort.
- Leikmenn geta einungis hafið skorskráningu á netinu þegar opnað hefur verið fyrir hana sérstaklega.
- Það er góð hugmynd að láta leikmenn vita, sérstaklega í fyrstu mótunum, að skorskráning á netinu verði notuð. Með því er hægt að koma í veg fyrir misskilning. Hægt er að senda þessar upplýsingar úr SKRÁNINGAR - SENDA TÖLVUPÓST/TEXTASKILABOÐ. Í þeim skilaboðum er hægt að senda hlekk á leiðbeiningar á skorskráningu fyrir leikmenn sem finna má hér:
ÁBENDING
Með því að stilla svo síðustu þrjár holurnar sjáist ekki á skortöflunni er hægt að halda spennu í mótinu fram að verðlaunaafhendingu. Með þeirri stillingu verða síðustu þrjár holur allra leikmanna ekki sýndar á opinberri skortöflu heldur verða þau falin á meðan skorskráning er enn í gangi.
Fylgdu þessum skrefum: UPPSETNING - BIRTING - SKOR Í BEINNI - STIGATAFLA.