Ef þú ert með einhvern einstakling sem þarf stjórnanda aðgang að ákveðnu móti hjá þér en vilt ekki að hann fái aðgang í önnur mót þá gerist það undir "Uppsetning" og "Innskráningar" neðst hægra meginn á síðunni.
Það getur þú skrifað nafn og netfang viðkomandi og vistað.
Smella á "Bæta við"
Fyllir út nafn og netfang viðkomandi og merktu við þau aðgangsréttindi sem hann á að hafa.
Smelltu á græna spurningamerkið ? fyrir nánari upplýsingar.
Smelltu á "Vista"
Viðkomandi fær tölvupóst frá GolfBox með hlekk í þetta tiltekna mót.
Viðkomandi getur nú prentað út skorkort, skráð skor og gert það sem hann hefur réttindi til að gera.