Hægt er að afrita mót sem halda þá sömu stillingum. Þetta er afar gagnlegt, t.d. Þegar um er að ræða innanfélagsmót eða aðrar mótaraðir þar sem eru alltaf sömu stillingar. Það þarf samt sem áður að fara yfir að allt sé rétt, stilla skráningarfrest og útbúa ráslistann. Við mælum eindregið með að þetta sé gert þegar mót hefur gengið vel, en einnig er hægt að afrita mót milli ára.