Svörun í kringum GolfBox er virka daga frá kl. 9-16:30. Ef þú lendir í vandræðum með mót utan þess tíma biðjum við þig að kanna þessi atriði. Það er erfitt að segja hvert vandamálið er en hér eru atriði sem mælt er með að prófa:
- Uppfæra leikmenn
- Fara í mismunandi stillingar undir UPPSETNING og VISTA (flokkar, hringir og snið o.fl.).
- Ef eitthvað kemur upp skaltu kanna stillingar sem eru tengdar vandamálinu og velja VISTA/UPPFÆRA. T.d. ef skorskráning leikmanna virkar ekki ættir þú að kanna stillingarnar sem snúa að því, t.d. Birtingar, flokkar, vellir, hringir og snið ofl. Veldu þær stillingar og vistaðu upp á nýtt.
- Forgjöf: Gildir mótið til forgjafar? Athugaðu að þú þarft að haka við að mótið telji til forgjafar undir HRINGIR OG SNIÐ.
- Ekki hægt að slá inn skor: Ef þú færð meldingu inni í livescore sem segir “Please wait - loading data”, þarftu að fylgja eftirfarandi skrefum:
- UPPSETNING
- Breyttu í VELLIR
- Smelltu á NAFN VALLAR
- Smelltu á HOLUR
- Breyttu pari á holum nr. 1 til 9 (Mundu upprunalega parið)
- Vistaðu
- Breyttu aftur í upprunalega parið
- Vistaðu
Skorskráningin virkar aftur.