Yfirfæra úrslit
Þegar þú hefur tengt mót við stigalista birtist hann undir ÚRSLIT með stöðuna “ekki flutt”. Þegar skorskráningu er lokið og búið er að loka fyrir hana er hægt að yfirfæra úrslit yfir á stigalista.
1. Smelltu á bláa þríhyrninginn við stigalistann og veldu FLYTJA
2. Allir leikmenn eru sjálfkrafa valdir en það er hægt að taka hakann úr kassanum fyrir framan nafn leikmanns ef viðkomandi á EKKI að fara á stigalista.
3. Veldu FLYTJA. Úrslitin hafa nú verið flutt yfir á stigalistann.
4. Ef mótið var með mörgum hringjum er einnig hægt að velja hvaða hringir eiga að telja inn á stigalistann. Sjálfkrafa er hakað við alla hringi og þarf sérstaklega að taka hakann úr kassanum hjá hverjum leikmanni ef þeir eiga ekki að telja inn á stigalistann.
Endurstilla stöðu á stigalista
Til að endurstilla stöðu á stigalista þarftu að gera það sama og þegar þú flytur úrslitin úr mótinu yfir á stigalistann. Ef búið er að flytja úrslitin þarftu að velja ENDURSTILLA. Þá munu úrslitin sem búið var að flytja, verða endurstilllt og tekin út af stigalistanum.