Stigalistinn getur verið yfir úrslit móta yfir tímabilið.
Hver klúbbur getur búið til sinn eigin stigalista úr nokkrum mótum. Hægt er að búa til eins marga stigalista og klúbbarnir vilja, en hver stigalisti getur verið reiknaður út frá punktum, höggleik án eða með forgjafar og svo framvegis.
Bryjaðu að velja STIGALISTAR á forsíðunni.
Til hægri birtast stigalistar sem eru nú þegar til. Til að búa til nýjan stigalista skaltu smella á “setja inn order of merit”.
Skref 1 af 2
- Skrifaðu heiti stigalistans
- Veldu tímabil
- Veldu gerð (leikmaður eða lið), ekki er hægt að breyta þessu eftir á
- Veldu áfram
Athugaðu.. Að heiti stigalistans sé eitthvað sem þú getur þekkt þar sem það er heitið sem þú munt fletta upp til að tengja mót við stigalistann.
Athugaðu.. Í stigalista liða þarf liðsheitið að vera nákvæmlega eins í öllum mótunum til að niðurstöðurnar verði reiknaðar rétt. Ef heiti liðsins er ekki eins mun kerfið ekki þekkja það og mun því koma út eins og tvö ólík lið á stigalistanum. Ef þetta gerist getur þú fært úrslit eins liðs yfir í annað lið, handvirkt.
Skref 2 af 2
Hér velur þú hvernig niðurstöðurnar eiga að reiknast og hvaða gerð þú vilt nota.
Það eru 6 mismunandi úrslit sem hægt er að nota.
- Mesta verðlaunafé
- Flest stig (ATH ekki punktar)
- Lægsta brúttó skor (lægsta skor án forgjafar)
- Lægsta nettó skor (lægsta skor með forgjöf)
- Flestir punktar
- Flestir punktar leiðréttir
- Mesta verðlaunafé
Þessi gerð er valin þegar verið er að spila um peningaverðlaun. Ef þú velur þessa gerð, þarft þú að setja heildarverðlaunafé á öll mótin sem eiga að telja inn á stigalistann og hvernig verðlaunaféð á að dreifast (1,2,3 o.s.frv.).
- Flest stig
Þessi gerð er valin ef ákveðinn stigafjöldi er veittur fyrir hvert sæti í móti. T.d. fær sá sem vinnur 10 stig, 2. Sæti 9 stig o.s.frv. Með því að velja þessa gerð stigalista þarf einnig að setja upp hvert mót með upplýsingum um stig fyrir hvert sæti.
- Lægsta brúttó skor
Þessi gerð sækir skor án forgjafar á stigalistann og raðar svo að leikmaður með fæst högg fer efst á listann.
- Lægsta nettó skor
Þessi gerð sækir skor með forgjöf í stigalistann og raðar svo að leikmaður með fæst högg fer efst á listann.
- Flestir punktar
Þessi gerð flytur punktafjölda á stigalistann.
- Flestir punktar leiðréttir
Þessi gerð flytur punktafjölda á stigalistann
Útreikningar
Eftir að hafa valið gerð stigalistans þarftu að velja hvort útreikningurinn verði “summa”, “meðaltal” eða “mót samkvæmt besta skori á holu”.
“Summa” og “meðaltal”
Reiknað sem heildar samlagning eða meðaltal með tilliti til fjölda þátttakenda á stigalistanum.
“Mót samkvæmt besta skori á holu”
Stendur fyrir draumahring. Úrsltitin eru reiknuð út frá besta skori leikmanns á hverri holu heilt yfir alla hringi í mótunum, annað hvort út frá punktum eða höggleik. Þess vegna er nauðsynlegt að “mót samkvæmt besta skori á holu” á stigalistanum að leikmenn hafi skor á öllum holum sem þýðir að þessi útreikningur virkar ekki ef gerðin “mesta verðlaunafé” eða “Flest stig” var valin þar sem þær gerðir fela ekki í sér skor á hverru holu heldur heildar upphæð/fjölda.
Auka stillingar
Þegar þú hefur búið til stigalista þarftu að skoða auka stillingar. Það er gert með því að smella á bláa þríhyrninginn hjá stigalistanum og velja BREYTA.
Nú getur þú valið um fjóra dálka: ALMENNT, STILLINGAR, MÖRK og BIRTING.
ALMENNT
Hér getur þú t.d. breytt nafni stigalistans og hvaða tímabili hann tilheyrir. Þú getur líka hlaðið upp logo styrktaraðila sem mun birtast í hægra horninu þegar stigalistinn er skoðaður, eins og í venjulegum mótum.
STILLINGAR
Hér getur þú breytt útreikningnum og valið aðra aðferð en þegar þú bjóst stigalistann til.
ATHUGIÐ að þú getur ekki breytt gerð stigalistans eftir að hann hefur verið búinn til.
Þú getur líka valið hvort stigalistinn er opinn fyrir ný úrslit eða opinn fyrir úrslit frá öðrum klúbbum.
MÖRK
Hér getur þú ákveðið hvaða úrslit eigi að telja inn á stigalistann. Til dæmis ef þú velur að láta 10 bestu úrslit móta gilda af 15, detta 5 verstu úrslitin út. Hægt er að velja að verstu úrslitin telji með eða blanda af bestu- og verstu úrslitum.
Ef þú býrð til marga stigalista með sömu mörkum getur þú valið sniðmát fyrir stigalistann.
Eins er hægt að stilla svo leikmaður verði að hafa keppt í ákveðið mörgum mótum til að telja inn á stigalista.
Að lokum er hægt að takmarka leikmenn eftir fæðingarári. Til dæmis, ef stigalistinn er fyrir karla þar sem unglingar mega spila í mótinu en ættu ekki að telja inn á stigalistann, er hægt að stilla svo leikmenn á ákveðnu aldursbili geti talið inn á listann.
BIRTING
Hér getur þú valið hvort stigalistinn sé sýnilegur eða ekki og hvaða upplýsingar koma fram á stigalistanum auk úrslita.
Núna hefur þú búið til stigalista. Þú þarft að setja hlekk á stigalistann inn í mótunum og taka fram flokkana sem munu telja inn á stigalistann. Hér til hliðar má finna betri leiðbeiningar fyrir það.