Nú er hægt að breyta um teig hjá hverjum og einum leikmanni þegar þú hefur búið til ráslistann. Til dæmis gæti verið um eldri kylfinga eða barnamót að ræða þar sem sumir leikmenn mega spila af öðrum teigum.
- Veldu RÁSLISTI og HEILDARLISTI (hægra megin þegar ráslistinn er tilbúinn).
- Veldu bláa þríhyrninginn fyrir aftan nafn leikmannsins og veldu VELJA TEIG.
- Hakaðu við þann teig sem leikmaðurinn á að spila af, ef “sjálfvirkt” er valið, velur kerfið hvaða teig hann á að spila á miðað við uppsetningu í HRINGIR OG SNIÐ.
- Athugaðu að forgjöf leikmannsins mun breytast sjálfkrafa eftir hvaða teigur er valinn og mun birtast á ráslista, skorkorti og stöðutöflu.
- Það er líka mögulegt að breyta teigum eftir að skorin hafa verið skráð inn og mun skorið og staðan breytast sjálfkrafa ef það á við. Ef mótið hefur verið fært inn á stigalista þarf að taka það út og setja það inn aftur. Ef skorin hafa verið send í forgjafar uppfærslu þarf að leiðrétta þetta skor í forgjafarkerfinu.
- Ef einhverjar breytingar eru gerðar á ráslistanum EFTIR að nýir teigar hafa verið valdir verður þeim breytingum eytt og þarf að gera þær aftur.