Það ætti að vera fljótlegt og auðvelt að skipta um völl. Byrjaðu á því að bæta nýja vellinum við í VELLIR, annað hvort með því að leita að honum og velja, eða búa hann til. Næst velur þú þríhyrninginn hjá gamla vellinum og velur SKIPTA ÚT.
Næst þarftu að:
- Velja nýja völlinn sem á að koma í stað þess gamla.
- Velja hvaða teigar á nýja vellinum stemma við teigana á þeim gamla.
Veldu VISTA og LOKA. Nú hefur þú skipt um völl í ráslistanum, í upphafi vallar og í hringir og snið.