Í UPPSETNING velur þú ÆFINGAHRINGIR.
Þegar þú velur BREYTA kemur eftirfarandi valmynd upp:
Þegar þú bætir við nýjum æfingahring þarftu að fylla inn:
Þegar þú velur VISTA mun kerfið búa til ráslista með auðum rástímum.
Nýr æfingahringur birtist þá á listanum:+
Ef þú vilt eyða æfingahring getur þú ýtt á bláu örina til hægri. Þú færð viðvörun að ef þú eyðir æfingahringnum eyðir þú jafnframt öllum bókunum inni í hringnum.
Ef þú smellir einhvers staðar annars staðar í röðinni getur þú haldið ráslistanum eins og er lýst hér fyrir neðan.
Ráslisti
Með því að setja upp æfingahring getur þú bókað rástíma og breytt stillingum.
Þú getur bókað rástíma með því að draga og sleppa leikmönnum af tiltæka listanum til hægri yfir á rástímana til vinstri. Þetta virkar eins og þegar venjulegum ráslista er breytt. Listinn yfir tiltæka leikmenn er listi yfir alla leikmenn sem eru tiltækir og eru ekki enn komnir með rástíma fyrir æfingahringinn.
Þú getur einnig bætt við rástímum og eytt út bilum ef þú vilt.
Hver leikmaður getur bara birts einu sinni á hverjum æfingahring.
Í efra hægra horninu eru netstillingar en skráning á netinu er ekki sjálfkrafa opin. Ef þú við opna fyrir að leikmenn geti sjálfir bókað á netinu er lýsing á því hér.
Þú getur jafnframt leyft leikmönnum að bóka meðspilara sína í sama rástíma. Þú getur slökkt á rástímaskráningu á netinu hvenær sem er. Þótt rástímaskráning á æfingahringi sé opin á netinu, geta leikmenn bara bókað rástíma fram að deginum sem æfingahringurinn er leikinn. Samdægurs verður ekki hægt að bóka rástíma á netinu.
Skráning á netinu
Leikmenn geta bókað rástíma í gegnum sérstaka vefsíðu.
Hlekkurinn er á eftirfarandi formi: http://tourentry.golfbox.dk/practicerounds/?cid=5224 (OBS, link not active)
Síðasti hluti hlekksins er ID mótsins. Það er hægt að senda skilaboð með hlekknum til allra leikmanna í SKRÁNINGAR og SENDA TÖLVUPÓST / TEXTASKILABOÐ.
Síðan mun þá líta svona út:
Hér getur þú valið hvaða rástíma þú vilt bóka, ekki er hægt að bóka í ráshópa sem eru fullir. Fyrsti rástíminn með laust pláss er valinn sjálfkrafa, en ef listinn er lengri en 6 rástímar er hægt að skruna niður.