Hvernig virkar það?
Þegar hefur verið opnað fyrir skorskráningu leikmanna fá allir sérstakan 7 stafa kóða (um leið og ráslisti hefur verið búinn til). Ef leikmaður slær inn s.golfbox.dk í snjallsíma og slær inn sinn kóða, opnast sjálfkrafa valmynd þar sem viðkomandi getur skráð skorið sitt. Ef fleiri leikmenn eru með sama skor (líkt og í fjórmenning eða þess háttar) geta þeir líka skráð skorið inn hjá sér.
Til að komast inn á síðuna:
Ef þú færð EKKI tölvupóst eða SMS með skorskráningarkóðanum:
- Mótastjóri eða sá sem sér um mótið getur sagt þér kóðann þinn
- Opnaðu netið í snjallsíma og farðu inn á s.golfbox.dk
- Sláðu inn 7 stafa kóðann þinn
Ef þú færð tölvupóst eða SMS með skorskráningarkóðanum:
Fyrir leikmenn sem geta opnað tölvupóst í snjallsíma:
- Smelltu á hlekkinn í tölvupóstinum.
Fyrir leikmenn sem geta EKKI opnað tölvupóst í snjallsíma:
- Skrifaðu 7 stafa kóðann á blað.
- Opnaðu netið og farðu inn á s.golfbox.dk, sláðu inn kóðann og byrjaðu að skrá inn skor.
- MIKILVÆGT: Notaðu HTTPS en ekki HTTP (virkar ekki)
Tölvupósturinn eða SMS sem leikmenn fá mun innihalda eftirfarandi upplýsingar:
Nettenging er nauðsynleg
Til þess að komast inn á skorskráningarsíðuna er nauðsynlegt að leikmenn séu tengdir netinu í snjallsíma. Þegar skorskráningin er opnuð, gerist ekkert ef nettenging dettur út. Skor sem hafa verið skráð vistast og sendast um leið og nettenging næst á ný. Aðeins er hægt að senda skor þegar viðkomandi er með nettengingu.
Til að slá inn skor:
Þegar leikmaður hefur fengið aðgang að skorskráningar síðunni með því að fylgja skrefunum hér fyirr ofan mun fyrsta valmyndin líta svona út:
Hér þarftu að tryggja að allar upplýsingar stemmi við það sem stendur á skorkortinu sem þú fékkst afhent við ræsingu. Smelltu á stóra græna takkann, ENTER SCORES, til að byrja að skrá skor.
Næst er þér beint á síðuna þar sem þú skráir skorið.
ATHUGIÐ að þegar leikmenn byrja að skrá skor, getur verið þægilegt að snúa símanum á hlið til að sjá fleiri upplýsingar.
Guide to the various buttons on the screen
- Fer aftur á forsíðu með upplýsingum um leikmann.
- Síðan þar sem skorið er skráð.
- Skortafla fyrir alla leikmenn í mótinu - sjá mynd fyrir neðan.
- Aðrar stillingar, t.d. breyta um tungumál.
- Heildarskor leikmanns. P= punktar. Í höggleik sést bara heildarskor.
- Fjöldi högga og punkta ef leikið er með punktafyrirkomulagi (á fjórðu holu lék Ryan á 2 höggum og fékk 3 punkta). Hólfin eru litamerkt eins og þekkist í skorskráningu í beinni svo að örn eða betra er gult, fugl er rautt, skolli er ljósblátt og tvöfaldur skolli eða verra er dökkblátt. Smellt á hólf til að breyta skorinu.
- Ef takkinn sýnir ENTER hefur ekkert skor verið skráð á holuna. Smellt á það til að skrá skor á holuna fyrir einn eða fleiri leikmenn.
- Hér hefur skor verið skráð fyrir leikmennina.
- Á örvunum < og > er hægt að flakka á milli hola. Það er líka hægt að fletta með fingrinum til hægri og vinstri til að flakka á milli.
Skorskráning
MUNIÐ að það á alltaf að slá inn höggafjölda á holu EKKI punktafjölda. Punktar verða reiknaðir sjálfkrafa.
Skráningin opnar sjálfkrafa á þeirri holu sem leikmenn eru skráðir á í ráslista. Svo ef um ræsingu af öllum teigum er að ræða og viðkomandi hefur leik á 3. holu, hefst skorskráningin hans þar og holur 1 og 2 koma síðastar.
Þegar smellt er á kassa til að skrá inn skor, kemur þessi valmynd upp:
Leiðbeiningar um ýmsa takka á skjánum:
- Fer aftur á forsíðu með upplýsingum um leikmann.
- Appelsínugula merkið þýðir að kerfið er tilbúið að taka á móti skorskráningu.
- Hér er höggafjöldi 5 sem gefur þessum kylfing 2 punkta.
- Upplýsingar um holuna, númer, par, PHCP er forgjöf leikmanns á holunni og index.
- Högg 1-9 sem sýnir hvað er fugl, par, skolli o.s.frv.
- Í punktakeppni er leyfilegt að taka upp boltann, þessi takki stendur fyrir það.
- Þessi takki er til að leiðrétta skor um +1. Þú þarft að nota þetta ef skorið er 10 eða meira. Ef skorið er 12, veldu 9 og ýttu þrisvar á þennan takka (+1 í hvert sinn).
- Eyða skorinu á holunni hjá leikmanninum sem er appelsínugulur
Skortafla fyrir allt mótið
Þegar F stendur hjá leikmanni í dálknum “Hole” er hringnum hans lokið og öll skor hafa verið skráð. Ef það er tími í dálknum hefur skráningin hjá leikmanninum ekki byrjað. Ef það er tala þar er það fjöldi hola sem eru með skráð skor. Ekki endilega hversu margar holur leikmaðurinn hefur leikið.
Hægt er að sjá nákvæmara skorkort með því að smella á nafn leikmanns. Ýtt á < í hringnum hægra megin til að sjá aftur skortöflu fyrir allt mótið.
Skorkorti læst
Þegar skorkort hefur verið samþykkt af mótshöldurum geta þeir læst skorskráningunni á netinu. Ef skorkortið hefur verið samþykkt, verður því læst og leikmenn geta ekki lengur breytt skori á holu.
Valmynd
Hér er hægt að breyta til að mynda tungumáli.