Á vef GolfBox
Skráðu þig inn og smelltu á "Rástímabókun".
Finndu þér rástíma!
1. Veldu golfklúbb - heimaklúbburinn þinn kemur upp sjálfgefinn.
2. Veldu golfvöll ef golfklúbburinn er með fleiri en einn völl.
3. Veldu dagsetningu.
4. Þú getur haldið bendlinum yfir rástímann og séð helstu upplýsingar og smellt á hann til að skrá þig.
5. Kynntu þér vel skráningarreglur og reglur um staðfestingu á mætingu.
Skráðu þig, leitaðu að meðspilara og sendu þeim skilaboð
1. Nafnið þitt kemur alltaf sjálfgefið á rástíma sem þú velur.
2. Þú getur skráð á rástíma með þér golfvini með því að haka í reitinn "Golfv..." þá birtast þeir í fellivalslista. Eins getur þú leitað eftir meðlimanúmeri eða Fornafni/Eftirnafni.
3. Þú getur valið um að senda þeim sem þú skráðir í rástíma skilaboð.
4. Þú getur leitað að meðlimum til að ganga úr skugga að þú skráir þann rétta á rástíma.
5. Þú getur valið að deila með vinum að þú sért skráður á rástíma vilji þeir skrá sig með þér.
6. Smelltu á Leita þegar þú hefur sett meðlimanúmer eða nafn í reitina. Til að skrá á rástíma þarf alltaf að smella á samþykkja.
Staðfestu skráninguna
1. Ef þú þarft að fjarlægja meðlim af rástíma getur þú eytt honum af rástíma með þvi að smella á X-ið
2. Ef allt er eins og það á að vera þá smellir þú á "Samþykkja" og lýkur þannig skráningu.
Í appinu:
Smelltu á Rástímaskráning.
Neðst á síðunni sérðu þrjá möguleika Rástímar - Mínir Rástímar - Nálægir golfvellir.
Rástímar kemur sjálfgefið upp þegar þú smellir á Rástímaskráning. Hér getur valið þér uppáhalds velli sem verða þá alltaf í flýtivali eða fremst þegar þú ætlar að skrá þig í rástíma. TIl að velja velli á listann þarftu að fara á milli síðna með því að strjúka yfir skjáinn til vinstri og tilbaka til hægri. Eftir að þú hefur búið þér til uppáhaldslista þá smellir þú bara á nafn klúbbsins og þá opnast þeir vellir sem þú getur bókað þig á.
Mínir Rástímar hér sérðu alla rástíma sem þú átt bókaða og getur nýtt þér þá sem flýtileið til að staðfesta mætingu eða breyta bókun sé það leyft í skráningarreglum klúbbsins.
Nálægir golfvellir hér finnur appið hvaða vellir eru nálægir út frá staðsetningargögnum í símanum þínum.
Hér fyrir neðan má sjá stutt hjálparmyndband hvernig rástímaskráning gengur fyrir sig.