Staðfesta rástíma handvirkt með því að velja rástímann og smella á "Staðfesta".
Ef þú átt bókaðan rástíma og vilt staðfesta að þú sért mætt/ur.
- Smelltu á "RÁSTÍMASKRÁNING"
- Veldu "Mínir rástímar" neðst
- Smelltu á rástímann sem þú ætlar að staðfesta mætingu á
- Smelltu á "Staðfesta mætingu"
Ef staðfesting með staðsetningargögnum (GPS) er virk þá koma upp skilaboð um staðfestingu.
Golfklúbburinn skilgreinir í GolfBox að ef þú ert innan ákveðina tímamarka og ákveðins radíus þá færð þú tilkynningu í appið og getur þá staðfest mætingu. Hér að neðan er dæmi um tilkynningu í appi og hvernig á að staðfesta á mætingu ef snjalltækið þitt leyfir appinu að nota staðsetningargögn. Athugaðu að ef þessi tilkynning kemur ekki upp þá er alltaf hægt að staðfesta handvirk líkt og sýnt var hér á undan.
Til að þetta virki sem skildi í appinu þarftu að leyfa því að nota staðsetningargögn símans þegar það er notað. Þegar þú setur appið inn á símann þinn þá ertu beðin(n) um að gefa appinu aðgang að staðsetningargögnum símans. Hægt er að breyta þessu líka í gegnum stillingar í símanum. Sjá hér fyrir neðan skýringarmynd úr Iphone.
Til upplýsinga:
Hver golfklúbbur fyrir sig ákveður hvenær í fyrsta og síðasta lagi þú mátt staðfesta mætingu. Gott er að kynna sér vel skráningarreglur þar sem þú átt skráðan rástíma.
Tökum dæmi: Golfklúbbur Furðuvíkur leyfir kylfingum að staðfesta rástíma 1 klukkutíma fyrir skráðan rástíma og í síðasta lagi 10 mínútur fyrir. Þá þýðir það að þeir kylfingar sem reyna staðfesta fyrir þann tíma fá ekki upp möguleikann á staðfestingu. Kylfingur sem reynir að staðfesta þegar innan við 10 mínútur eru í hann hverfur af rástíma og annar kylfingur getur skráð sig í rástímann. Þá þarf viðkomandi að hafa strax samband við starfsmann í afgreiðslu og tilkynna sig áður en einhver annar skráir sig á þeim 9 mínútum sem standa til boða.
Þeir sem ekki eru ekki með appið í símanum verða staðfesta mætingu hjá starfsmanni í afgreiðslu.
Vandamál:
Ef appið hegðar sér á einhvern hátt óeðlilega, eða upp koma villur við staðfestingu ertu vinsamlegast beðinn um að eyða appinu og ná í nýjustu útgáfuna í App Store/Play Store og reyna aftur.
Vinsamlegast tryggðu að síminn þinn sé uppfærður með nýjustu útgáfu af stýrikerfi.
Ef vandamálið er enn til staðar, hafðu þá samband við starfsmann í afgreiðslu sem mun hjálpa þér