GolfBox hjálpin er þjónusta fyrir stjórnendur golfklúbba. |
Við veitum golfklúbbum þjónustu sem snýr að tölvukerfi GolfBox í gegnum netfangið hjalp@golf.is og nauðsynlegt er að hafa góða lýsingu á viðfangsefni og láta meðlima númer kylfinga fylgja með. Það flýtir fyrir lausn á málinu. Ef aðstoð þarf við mót eftir að leiðbeiningar hafa verið lesnar, er hægt að senda póst á áðurnefnt netfang með tilheyrandi upplýsingum:
- Nafn golfklúbbs
- Dagsetningar móts
- Nafn móts
- Hlekkur á mót
- Greinargóð lýsing á viðfangsefni
- Skjáskot ef við á
Þjónusta skrifstofu er opin:
09:00 - 16:30 á virkum dögum.
Í neyðartilvikum er hægt hafa beint samband við starfsfólk GSÍ sjá upplýsingar hér.
Hægt er að finna helstu GolfBox leiðbeiningar fyrir stjórnendur undir hjalp.golf.is
____________________
Fyrir starfsfólk golfklúbba sem hefur ekki áður unnið með GolfBox hvetjum við til þess að skoða kynningu á youtube rás Golfsambandsins https://www.youtube.com/user/golfstraumurinn/playlists eftir það að prófa sig áfram í kerfinu með að setja upp prufumót.
Spurningar varðandi forgjafarkerfið sendist á netfangið forgjof@golf.is
Almennar fyrirspurnir sendist á info@golf.is
Símanúmer og netföng starfsfólks er að finna á golf.is undir: Um GSÍ
Símsvari Golfsambands Íslands er 571-5540
Með bestu kveðju,
Starfsfólk Golfsambands Íslands