Golfsamband Íslands notar GolfMore afsláttarappið við útgáfu á tveimur gerðum af kortum. Annars vegar sjálfboðaliðakort sem er ætlað sjálfboðaliðum í golfhreyfingunni og svo hins vegar leikkorti fyrir samstarfsaðila. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrir stjórnendur.
- Gildistími er frá 15. maí til 15. september
- Gildir ekki í hópabókun (4+ kylfingar)
- Einungis hægt að nota afslátt með því að bóka rástíma á netinu *
- Lágmarksgjald fyrir leikinn hring 3.500,- kr.
* Að því gefnu að golfklúbburinn notar rástímabókanir í GolfBox.
Hvernig á starfsfólk golfklúbba að virkja afsláttinn ef ekki er skylda að greiða fyrir rástímann við bókun í GolfBox?
Hér má sjá stutt hjálparmyndband sem sýnir hvernig virkja á afsláttarkóðann. Athugið að ef korthafi er með gest þá þarf að nota Gestakóða viðkomandi til að virkja afslátt fyrir gest.
SJÁLFBOÐALIÐAKORT
Sem skráður sjálfboðaliði í golfklúbbi fær viðkomandi úthlutað korti. Korthafi hefur heimild til að leika tvisvar sinnum ásamt gesti á golfvelli sem hefur aðild að GSÍ. Greiðir 3.500,- kr fyrir hvern hring.
LEIKKORT - 50% afsláttur af hæsta vallargjaldi
Sem skráður samstarfsaðili golfsambandsins fær viðkomandi úthlutað leikkorti. Korthafi hefur heimild til að leika tvisvar sinnum ásamt gesti á golfvelli sem hefur aðild að GSÍ. Greiðir 50% af hæsta vallargjaldi fyrir hvern hring þó aldrei lægri en 3.500,- kr.
Kortið/afsláttinn má sá einn nota sem það er gefið út á, í samræmi við gildandi reglur. Framvísið persónuskilríkjum sé þess óskað. Gildir út árið 2024.
Við viljum vekja athygli á því að vel sé tekið á móti þeim kylfingum sem framvísa sjálfboðaliða- og leikkortum frá GSÍ og notkun þeirra sé nákvæmlega skráð.