Útreikningur leikaðstæðna (PCC) er daglegur útreikningur sem ber saman raunveruleg skor á hverjum velli og það skor sem gera má ráð fyrir að leikmaður leiki á.
Ef hátt hlutfall skora er verulega hærra eða lægra en það sem gera mætti ráð fyrir er gerð sjálfvirk leiðrétting á útreikningi skormismunar þeirra leikmanna sem léku þann dag.
Leiðrétting vegna leikaðstæðna getur verið -1.0, 0.0, +1.0, +2.0 eða +3.0
- 0.0 leiðrétting þýðir að völlurinn var leikinn við eðlilegar aðstæður
- -1.0 leiðrétting þýðir að völlurinn var leikinn við auðveldari aðstæður en eðlilegar geta talist
- +1.0, +2.0, +3.0 leiðrétting þýðir að völlurinn var leikinn við erfiðari aðstæður en eðlilegar geta talist.
Ath: Gert er ráð fyrir ákveðnni íhaldssemi varðandi útreikning leikaðstæðna þannig að flesta daga sé ekki um neinar leiðréttingar að ræða.
Hvaða skilyrði eru til útreiknings leikaðstæðna ?
Almennt er gert ráð fyrir útreikningi leikaðstæðna fyrir alla 9 og 18 holu velli.
Þó skulu aðeins skor leikmanna með forgjöf 36 og lægra notuð og að minnsta kosti 8 skorum sé skilað til útreiknings.
Hvernig er útreikningur leikaðstæðna framkvæmdur?
Útreikningur leikaðstæðna er framkvæmur á miðnætti þannig að morguninn eftir að skori er skilað er skormismunur fyrir umræddan hring reiknaður á eftirfarandi hátt:
Skormismunur =
(113 ÷ vægi) x (leiðrétt brúttó skor – vallarmat – leiðréttinga vegna leikaðstæðna)
Til að tryggja að öll skor séu notuð við útreikninginn er gert ráð fyrir að leikmenn skili skori sínu sama daga og leikið er. Þó leikmaður skili sínu skori seinna eru samt gerðar leiðréttingar á skormismuni leikmannsins.
Hvers vegna er þetta gott fyrir forgjöf?
Útreikningur leikaðstæðna er sjálvirk aðgerð þannig að þetta kallar ekki á neina vinnu af hálfu leikmanns eða starfsmanna.
Útreikningur leikaðstæðna leyfir að hærri skor í erfiðum aðstæðum er í reynd viðurkennd sem slík.
Ef leiðrétting vegna útreiknings leikaðstæðna á sér stað oftar á ákveðnum velli en eðlilegt getur talist getur golfsambandið aðstoðað og staðfest samræmi milli uppsetningu vallar og vallarmats.